BeatIt

Með BeatIt geturðu skriftað upptökur og beinar útsendingar á tímalínu eins og þú værir að klippa efnið sjálft.

Unnið eftir hljóð- eða myndskrá

Eftir að þú setur inn hljóð- eða myndskrá af æfingu geturðu auðveldlega bætt við söngtexta og takti lagsins og svo farið að huga að myndvinnslunni sjálfri.

Prenta út

Þegar skriftið er klárt er auðvelt að prenta út, bæði í heild og fyrir hverja myndavél fyrir sig.

Útsending

Í On-Air Mode hjálpar BeatIt í útsendingu með að koma upplýsingum á framfæri á réttum tíma.

Með snjallsíma eða spjaldtölvu geta myndatökumenn einnig fylgst með handritinu.

Vinna eftir tímakóða

Ef undirspil tónlistar er spilað úr QLab er auðvelt að tengja BeatIt við tímakóða frá QLab með midi yfir ethernet. Nota þarf rtpMidi.

Keyra sjálfvirkt myndmixer

BeatIt getur stýrt Ross Carbonite myndmixer og klippt og mixað sjálfvirkt eftir skrifti. Hægt er að velja hvaða ME eða MiniME bus sem er til að stýra. Ef valinn er auka ME bus þá getur mixermaður alltaf gripið inn á aðal ME bus ef fara þarf t.d. af skrifti.

Kröfur

Editor og On-Air Mode: Windows 7 eða yngra

Live Script fyrir myndatökumenn virkar í Firefox, Chrome og Safari